Þjótandi ehf. sérhæfir sig í lagnavinnu, fyrir veitustofnanir og sveitarfélög. Leggur lagnir, jarðstrengi, ljósleiðarastrengi, hitaveitu- og vatnslagnir í jörð. Fyrirtækið er vel tækjum búið með sérhæfðar vélar til að leggja lagnir í jörð og er með áratuga starfsreynslu á sínu sviði.
Vegagerð
Þjótandi ehf. vinnur mikið á útboðsmarkaði í vegagerð og býr yfir áratuga reynslu á því sviði. Fyrirtækið er með brjóta til að fræsa upp klæðningar og mala grófan jarðveg.
Vetrarþjónusta/Snjómokstur
Vetrarþjónusta er stór hluti starfsemi fyrirtækisins á veturna. Við erum með fjölda sérútbúinna bíla og tækja til að sinna verkefnum í vetarþjónustu í formi snjómoksturs og hálkuvarna.
Klæðningar
Vorið 2022 stofnaði Þjótandi ehf. klæðningaflokk til að leggja bundið slitlag á vegi og plön. Fyrirtækið hefur einnig yfir að ráða blettunarbíl sem sinnir smærri verkefnum á þessum sviðum, til dæmis heimreiðar og bílaplön.
Efnisvinnsla
Þjótandi ehf. er með forbrjóta, kónbrjóta og malarhörpur til að vinna efni. Við starfrækjum námu í landi Keldna á Rangárvöllum og einnig vinum við efni við Markarfljót.
Línuborar
Þjótandi ehf. er með línubora sem eru notaður til að bora undir vegi og plön. Erum einnig með öflugan lofthamar sem lemur stálrör undir vegi.
Kranabílar
Þjótandi ehf. er með kranabíla og er sá stærsti 85 tonn metrar. Einn kranabílanna er Unimog með krana sem er sérútbúinn til aksturs við erfiðar aðstæður.
Klapparsög
Fyrirtækið tók upp nýja tækni sem kallast klapparfræsari fyrir nokkrum árum. Það er sög sem sagar fyrir strengjum í klappir en þá þarf ekki að fleyga fyrir jarðstrengjum í klappirnar sem getur verið mjög tímafrekt og kostnaðarsamt.