Um okkur
stofnað 2001

Verktakafyrirtækið Þjótandi ehf. á Hellu er eitt af stærri fyrirtækjum á Suðurlandi í jarðvinnu. Í dag er fyrirtækið með um 40 fasta starfsmenn í vinnu sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu. Fyrirtækið hefur yfir að ráða nýlegum tækjakosti, vinnuvélum og vörubílum sem eru endurnýjaðar reglulega. Fyrirtækið var ekki stórt í upphafi, en árið 1991 hóf Ólafur Einarsson eigandi Þjótanda ehf. verkstakastarfssemi í eigin nafni. Þjótandi ehf. var síðar stofnað árið 2001 og eru eigendur fyrirtækisins Ólafur Einarsson og Steinunn Birna Svavarsdóttir.
Þjótandi ehf. sinnir allri almennri jarðvinnu og vegagerð. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í lagnavinnu og vinnur mikið fyrir veitustofnanir og sveitarfélög við lagningu jarðstrengja, ljósleiðarastrengja, hitaveitu og vatnslagna. Ekkert verk er of stórt eða of lítið. Þjótandi sinnir öllu, frá smáverkum upp í stærri verkefni og er með tæki frá 2 tonnum upp í 60 tonn.
Þjótandi vinnur mikið á útboðsmarkaðnum, þar sem fyrirtækið býður í verkefni hjá ýmsum aðilum. Stærstu verkefnin í dag eru fyrir Landsnet og Vegagerðina.
Þjótandi ehf. er staðsett á Hellu, en tekur að sér vinnu um allt land.